| Sf. Gutt
Liverpool tapaði í dag í æfingaleik fyrir Preston North End. Leikurinn var ekki opinber og fór fram fyrir luktum dyrum á æfingasvæði Liverpool.
Svo fór að Preston fór með sigur af hólmi. Robbie Brady skoraði eina mark leiksins, upp úr miðjum fyrri hálfleik, með stórglæsilegu langskoti. Liverpool sótti mun meira og áttu nokkur góð færi til að skora en það tókst ekki.
Lið Liverpool í fyrri hálfleik: Jaros, Bradley, Van den Berg, Quansah, Tsimikas, Jones, Elliott, Szoboszlai (Endo, 33), Doak, Salah og Carvalho.
Lið Liverpool í seinni hálfleik: Davies, Stephenson, Nallo, Phillips, Chambers (Beck, 75), Endo (Nyoni, 75), Bajcetic, Morton, McConnell, Koumas (Blair, 75) og Gordon.
Liðshópur Liverpool og föruneyti heldur nú til Bandaríkjanna. Liverpool leikur fyrsta opinbera æfingaleik sinn á móti Real Betis 26. júlí.
Þess má geta að íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lék með Preston. Hann gekk til liðs við liðið í sumar.
TIL BAKA
Tap í æfingaleik
Liverpool tapaði í dag í æfingaleik fyrir Preston North End. Leikurinn var ekki opinber og fór fram fyrir luktum dyrum á æfingasvæði Liverpool.
Svo fór að Preston fór með sigur af hólmi. Robbie Brady skoraði eina mark leiksins, upp úr miðjum fyrri hálfleik, með stórglæsilegu langskoti. Liverpool sótti mun meira og áttu nokkur góð færi til að skora en það tókst ekki.
Lið Liverpool í fyrri hálfleik: Jaros, Bradley, Van den Berg, Quansah, Tsimikas, Jones, Elliott, Szoboszlai (Endo, 33), Doak, Salah og Carvalho.
Lið Liverpool í seinni hálfleik: Davies, Stephenson, Nallo, Phillips, Chambers (Beck, 75), Endo (Nyoni, 75), Bajcetic, Morton, McConnell, Koumas (Blair, 75) og Gordon.
Liðshópur Liverpool og föruneyti heldur nú til Bandaríkjanna. Liverpool leikur fyrsta opinbera æfingaleik sinn á móti Real Betis 26. júlí.
Þess má geta að íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lék með Preston. Hann gekk til liðs við liðið í sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan