| Sf. Gutt

Ungliðar lánaðir

Um síðustu mánaðamót lánaði Liverpool fjóra ungliða. Svo öllu sé haldið til haga þá voru þessir piltar lánaðir. Þeir spila til loka þessarar leiktíðar hjá lánsliðum sínum. 


Paul Glatzel er kominn í lán til Tranmere Rovers. Hann var þar í láni á síðasta keppnistímabili. Houm vegnaði býsna vel og skoraði sex mörk í 21 leik. Paul er fyrir miðju á myndinni að ofan. 

Jack Bearne var lánaður til Kidderminster Harriers. Jack hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpoool.

Paul og Jack voru saman í sigurliði Liverpool sem vann Unglingabikarkeppnina 2019.

Fidel O'Rourke er farinn að láni til Caernarfon Town sem er lið í Wales.

Max Woltman var lánaður til Doncaster Rovers. Hann lék tvo leiki með aðalliði Liverpool á síðasta keppnistímabili.

Það má svo nefna að Kólumbíumaðurinn Anderson Arroyo var lánaður til Alaves á Spáni í sumar. Hann kom til Liverpool 2018 en hefur enn sem komið er verið lánaður víða. Þetta er í sjötta sinn sem hann er lánaður.  

Allt eru þetta efnilegir leikmenn. Vonandi gengur þeim sem best hjá lánsliðunum sínum. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan