| Sf. Gutt

Jürgen Klopp tilnefndur sem þjálfari ársins!


Jürgen Klopp hefur verið tilnefndur sem þjálfari ársins 2022. Knattspyrnusamband Evrópu stendur fyrir þessu kjöri. Þetta er í þriðja sinn sem kjörið fer fram.
Þrír þjálfarar eru tilnefndir til verðlaunanna sem formlega heita ,,Karlþjálfari ársins valinn af Knattspyrnusambandi Evrópu." Þeir Carlo Ancelotti (Real Madrid) og Pep Guardiola (Manchester City) eru útnefndir með Jürgen. Real Madrid varð Spánarmeistari og vann svo Meistaradeildina og Stórbikar Evrópu á árinu. Manchester City varð Englandsmeistari á þessu ári. 


Það kemur ekki á óvart að Jürgen Klopp sér tilnefndur til þessara verðlauna. Liverpool vann FA bikarinn, Deildarbikarinn og Samfélagsskjöldinn á árinu. Að auki var liðið rétt á eftir Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og lék til úrslita við Real Madrid í Meistaradeildinni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan