| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin


Í nokkur keppnistímabil var fastur liður á Liverpool.is að birtar voru spár Mark Lawrenson, fyrrum leikmanns Liverpool, um leiki Liverpool. Spárnar hafa verið fastur liður á vefsíðu BBC frá árinu 2000 en nú er komið að lokum. Mark spáir nú fyrir um leiki í Úrvalsdeildinni í síðasta sinn. Af því tilefni birtum við spá Mark um leiki Liverpool og Manchester City. 




Liverpool vs Wolverhampton Wanderes

Sigur Liverpool í Southampton á þriðjudaginn var mjög sannfærandi í ljósi þess að Jürgen Klopp gerði níu breytingar á liðinu sem vann FA bikarinn á laugardaginn. Mér fannst þetta framúrskarandi frammistaða því liðið lenti marki undir snemma í leiknum. En Liverpool liðið varð bara betra og betra. Þegar leið að lokum leiksins voru yfirburðirnir algjörir. 

Liverpool verður með alla sína bestu menn til taks í þessum leik og ég sé ekki fyrir mér að Wolves geti ógnað þeim. Það var eins og að liðið hætti bara fyrir nokkrum vikum. Sigur er ekki nóg fyrir Liverpool nema Manchester City tapi stigum á móti Aston Villa. Þó svo að Liverpool nái ekki titlinum verður andrúmsloftið gott á Anfield. Engin hætta á öðru.

Enginn á von á að þeir vinni titilinn og stuðningsmenn liðsins eiga eftir að vera hylltir af stuðningsmönnum sínum eftir að hafa unnið FA bikarinn og Carabao bikarinn. Aðalatriðið er að liðið mun verða kvatt með virktum áður en það fer til Parísar að spila úrslitaleikinn í Meistaradeildinni um næstu helgi. Allir vita að þar gefst tækifæri til að enda keppnistímabilið á glæsilegan hátt.

Úrskurður: 2:0.

Manchester City vs Aston Villa

Við höfum séð á síðustu vikum hversu góð Manchester City og Liverpool eru þó þau lendi undir í leikjum en ekki bara þegar liðin eru með tögl og hagldir. City hefur bara tapað einu sinni í Úrvalsdeildinni frá því í október. Það sýnir vel hversu sterkt liðið er. Það er svipaða sögu að segja um Liverpool. Þessi lið eru í sérflokki í deildinni.

Þess vegna, þó svo að City eða Liverpool, verði kannski marki undir í hálfleik þá eru mestar líkur á að liðin muni snúa öllu sér í hag. Bæði lið eru svo sterk og ég á ekki von á að þeim verði á. Við vitum hversu gott lið City er. Ég á ekki von á öðru en liðið vinni enn einn titilinn. Mér finnst ólkilegt að liðinu verði á eins og í útileiknum á móti West Ham.

Úrskurður: 3:0.

Hér er hægt að lesa spá Mark um alla leikina í síðustu umferð Úrvalsdeildarinnar. Þá liggja spár Mark fyrir um þessa mikilvægu leiki. Vonandi rætist ekki spá hans um leik Manchester City og Aston Villa!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan