| Grétar Magnússon

Nýr búningur kynntur

Í dag var kynntur til leiks nýr búningur félagsins fyrir næsta tímabil, 2022-2023.

Það kemur auðvitað fátt á óvart í hönnuninni en að þessu sinni er enginn aukalitur eins og stundum hefur verið, allt er í sama fallega rauða litnum.



Allt efni sem notað er við framleiðsluna er sjálfbært en pólýester efnið er 100% unnið úr endurnýjanlegum plastflöskum. Flöskurnar eru bræddar niður til að framleiða hágæða garn og er það hluti af Move to Zero stefnu framleiðandans, Nike, og hefur fyrirtækið verið leiðandi í sjálfbærri framleiðslu knattspyrnubúninga. Þetta rímar einnig við sjálfbærnistefnu Liverpool FC og er ánægjulegt að vita til þess að hugsað hefur verið um umhverfið í ferlinu öllu.

En hvað sem því líður þá erum við auðvitað hvað spenntust fyrir því að bera herlegheitin okkar eigin augum. Hér má smella til að sjá myndir af nokkrum leikmönnum félagsins, bæði úr karla- og kvennaliðinu.

Hér er svo hægt að smella til að fara beint yfir í vefverslunina.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan