| Sf. Gutt

Af spjöldum sögunnar!


Í dag er aldarfjórðungur liðinn frá því Jamie Carragher lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann er án efa einn besti og vinsælasti leikmaður Liverpool á þessari öld. 




Jamie lék sinn fyrsta leik með Liverpool 8. janúar 1997. Hann kom þá inn sem varamaður fyrir Rob Jones þegar Liverpool spilaði gegn Middlesbrough á Riverside í Deildarbikarnum. Liverpool tapaði leiknum 2:1.



Jamie lauk ferli sínum með Liverpool 19. maí 2013. Liverpool lagði þá Queens Park Rangers 1:0 að velli á Anfield Road. Þetta var 737. leikur Jamie með Liverpool. Aðeins Ian Callaghan hefur leikið fleiri leiki með Liverpool eða 857. Jamie skoraði fimm mörk fyrir Liverpool og lagði upp 19.







Jamie vann 11 titla með Liverpool. FA bikarinn 2001 og 2006. Deildarbikarinn 2001, 2003 og 2012. Hann var Skjaldarhafi 2001 og 2006. Jamie vann Meistaradeildina 2005 og Evrópukeppni félagsliða 2001. Jamie vann svo Stórbikar Evrópu 2001 og 2005. Jamie lék 38 landsleiki fyrir England.







Jamie Carragher kom að þessum tímamótum á Instagram síðu sinni í dag. Þar skrifaði hann þetta. ,,Í dag eru 25 ár liðin frá því ég lék minn fyrsta leik fyrir hönd @Liverpoolfc á útivelli á móti Middlesbrough. Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að leika allan minn feril hjá þessu mikla félagi #lfc & og eignast svona stórkostlegar minningar. Mig langar að þakka ykkur öllum. Ég var sannarlega lánsamur drengur!"





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan