| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Liverpool vs Leicester City

Deildarbikarinn heldur áfram þó faraldurinn sé enn einu sinni kominn á flug. Fjórir leikmenn Liverpool hafa verið í sóttkví og liðið í kvöld verður trúlega gerbreytt frá deildarleiknum við Tottenham um helgina. 

Virgil van Dijk, Fabinho Tavarez, Curtis Jones og Thiago Alcântara hafa misst af síðustu tveimur leikjum. Vonandi hafa ekki fleiri leikmenn bæst á veikindalistann. Divock Origi hefði örugglega spilað þennan leik en hann er meiddur. Aðrir aðalmenn eru ekki meiddir en margir leikir eru framundan og þess vegna verður reynt að hvíla menn og dreifa álagi. Trúlega verða margir ungliðar með. En einhverjir reyndir koma líka við sögu. Joe Gomez og Roberto Firmino eru að koma eftir meiðsli og verða örugglega í liðinu. 

Leicester City er auðvitað með mjög gott lið en liðið er þó misjafnt. Stundum mjög góðir og svo kannski detta þeir niður í næsta leik. Þeir spiluðu ekki í síðustu umferð deildarinnar vegna þess að farsóttin bankaði upp á. Leikmenn liðsins verða því úthvíldir og það má búast við að sterkustu leikmenn liðsins verði með. 


Ég spái því að ungliðar Liverpool spili vel. Þeir hafa staðið sig prýðilega þegar þeir hafa fengið tækifæri. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1. Takumi Minamino og Roberto Firmino skora mörkin.

YNWA!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan