| Sf. Gutt

Metjöfnun í tapleysi!


Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 3:2 fyrir West Ham United á dögunum. Þetta þýddi að Liverpool náði ekki að slá félagsmet sem var verra. Met frá árinu 1982 stóðst atlöguna. 


Eftir að Liverpool tapaði 3:1 fyrir Real Madrid á Spáni í Meistaradeildinni 6. mars lék liðið 25 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa einum einasta leik. Liverpool vann 18 af leikjunum og gerði sjö jafntefli. Alls skoraði Liverpool 64 mörk í þessum 25 leikjum og er það magnaður árangur. Markmenn Liverpool fengu 19 mörk á sig. 


Aðeins einu sinni áður frá stofnun Liverpool Football Club árið 1892 hefur liðið leikið 25 leiki án taps. Sem fyrr segir gerðist það árið 1982. Nánar til tekið frá því í mars og fram í september. Bob Pasiey var þá framkvæmdastjóri Liverpool. Eins og nú eru leikir í öllum keppnum taldir.  

Það er því ekki á hverjum degi að Liverpool nái viðlíka leikjarunu í tapleysi. Það hefði verið gaman að slá gamla metið. En að jafna metið var sannarlega vel af sér vikið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan