| Sf. Gutt

Trent farinn að æfa aftur

Það eru gjarnan mismunandi fréttir að hafa eftir landsleikjahlé. Einn leikmaður er tilbúinn í slaginn eftir hvíld. Einn eða tveir verða trúlega ekki leikfærir um helgina. Svo eru tveir aðrir ekki ennþá komnir heim. 


Trent Alexander-Arnold er farinn að æfa á nýjan leik. Hann missti af tveimur síðustu leikjum Liverpool fyrir hlé. Hann ætti að vera tilbúinn í slaginn á móti Watford á laugardaginn. 


Thiago Alcântara er búinn að vera meiddur síðustu vikurnar og er ekki farinn að æfa á nýjan leik. Búist er við að hann fari að æfa fljótlega. 

Diogo Jota lék ekkert með Portúgal í landsleikjahrotunni. Hann var sendur heim til Liverpool. Talið er að hann geti hugsanlega spilað gegn Watford. 

Þeir Alisson Becker og Fabinho Tavarez ljúka ekki landsleikjaskyldu sinni fyrr en aðra nótt að íslenskum tíma. Þeir verða því seint komnir til Englands og ekki er reiknað með því að þeir spili um helgina. Þessi leikjaniðurröðun hjá brasilíska landsliðinu er óskiljanleg.

Liverpool á erfiðan útileik framundan á móti Watford. Vonandi gengur þó allt að óskum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan