| Sf. Gutt

Ungliðar lánaðir

Liverpool lánaði fjóra unga leikmenn rétt áður en lokað var fyrir félagaskipti. Áður var búið að lána dularfulla leikmanninn sem enn hefur ekki leikið fyrir Liverpool. 


Um er að ræða Sheyi Ojo, Jake Cain, Luis Longstaff og Rhys Williams. Sheyi sem er á mynd hér að ofan var lánaður til Millwall, Jake til Newport County, Luis fór til skoska liðsins Queen's Park og Rhys var lánaður til velska liðsins Swansea City. Svo er það dularfulli leikmaðurinn ef svo mætti segja. Anderson Arroyo leikur í láni með spænska liðinu Mirandes á þessari leiktíð. Liðið leikur í annarri deild. Anderson, sem er frá Kólumbíu, kom til Liverpool 2018 frá Fortaleza í heimalandi sínu. Mirandes er fimmta liðið sem Anderson hefur verið lánaður til. Fyrst var hann í láni hjá Mallorca, svo Gent, næst Mladá Boleslav og loks Salamanca á síðasta keppnistímabili. Anderson er 22. ára varnarmaður. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Kólumbíu upp í undir 23. landsliðið.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan