| Sf. Gutt

Mateusz Musialowski gerir nýjan samningMateusz Musialowski gerði á dögunum sinn fyrsta atvinnumannasamning við Liverpool. Samningurinn er til þriggja ára. Hann er einn allra efnilegasti leikmaður félagsins. 

Mateusz, sem er fæddur 2003, kom til Liverpool frá pólska liðinu Lodz í ágúst í fyrra. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Póllands og þykir með allra bestu leikmönnum á sínum aldri í landinu. Sumir hafa jafnvel kallað hann pólska Messi en það er nú of mikið sagt. 

Mateusz er miðjumaður en spilar oft út á kanti eða jafnvel frammi. Hann er geysilega fljótur og leikinn. Pólski strákurinn vakti mikla athygli með undir 18 ára liði Liverpool á síðasta keppnistímabili og skoraði tíu mörk. Eitt markanna var á móti Newcastle United en þá lék hann á fjölda leikmanna og inn í vítateiginn þaðan sem hann skoraði. Markið var valið það fallegasta í 18 ára deildinni á leiktíðinni. Hann spilaði líka stórt hlutverk þegar ungligalið Liverpool komst í úrslit Unglingabikarkeppninnar. 

Það verður áhugavert að sjá hvernig þessum efnilega pilti vegnar á komandi árum hjá Liverpool. Hann hefur í það minnsta margt til að bera til að ná langt. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan