| Grétar Magnússon

Konaté númer 5 og nýr varabúningur

Treyjunúmer Ibrahima Konaté hefur verið staðfest og verður varnarmaðurinn með númer 5 á bakinu. Félagið hefur einnig opinberað nýjan varabúning fyrir næsta tímabil.



Konaté, sem kom formlega til félagsins þann 1. júlí síðastliðinn fær gamla númerið hans Gini Wijnaldum. Aðrar frægar fimmur í gegnum árin eru þeir Milan Baros og Daniel Agger.

Nýja varatreyjan sækir innblástur sinn í tímabilið 1996-97 en mörgum þótti varabúningur þess tímabils mjög vel heppnaður og má sjá mynd af henni hér fyrir neðan.


Curtis Jones hafði þetta að segja um nýja varabúninginn: ,,Ég held að stuðningsmennirnir komi til með að elska þessa. Hún endurspeglar borgina mjög vel og maður sér auðveldlega innblásturinn í hönnuninni sem er sóttur aftur til tíunda áratugsins."

Varabúningurinn er kominn í forsölu og hægt er að panta hann með því að smella hér.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan