| Sf. Gutt

Af EM


Riðlakeppni Evrópumóts landsliða lauk í gærkvöldi. Einn af fulltrúum Liverpool er kominn í sumarfrí en aðrir halda áfram keppni. 

Wales komst áfram í kepnninni. Fyrst unnu þeir Tyrki 2:0. Neco Williams og Harry Wilson komu inn á sem varamenn í leiknum. Ozan Kabak var einn varamanna Tyrkja og kom ekki við sögu frekar en í öðrum leikjum í keppninni. Wales tapaði síðasta leiknum í riðlinum 1:0 fyrir Ítalíu en það kom ekki að sök. Neco var í byrjunarliðinu en Harry kom inn á sem varamaður. 


Sviss komst upp úr sama riðli. Þeir töpuðu 3:0 fyrir Ítalíu í annarri umferð en unnu Tyrki 3:1 í síðasta leik. Xherdan Shaqiri spilaði báða leikina. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö glæsileg mörk á móti Tyrkjum. Xherdan komst þannig á spjöld sögunnar því hann hefur nú fyrstur Svisslendinga skorað á fjórum stórmótum í röð. HM 2014 og 2018 og svo á EM 2016 og núna 2020. Vel að verki staðið hjá þessum snjalla leikmanni. 

Englendingar komust áfram. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Skota á Wembley í annarri umferð en unnu Tékka 1:0 í síðasta leik sínum. Raheem Sterling skoraði markið. Hann er eini leikmaður Englands sem hefur skorað á mótinu. Jordan Henderson spilaði seinni hálfleikinn á móti Tékkum og var það fyrsti leikur hans á EM. 

Andrew Robertson var fyrirliði Skota á Wembley á móti Englandi. Hann spilaði líka í síðasta leik Skota sem tapaðist 1:3 fyrir Króatíu. Andrew er kominn í sumarfrí. 


Evrópumeistarar Portúgal komust áfram. Þeir töpuðu 4:2 fyrir Þjóðverjum í leik sínum í annarri umferð en tryggðu áframhald eftir 2:2 jafntelfi við heimsmeistara Frakka í kvöld. Diogo Jota skoraði og lagði upp mark á móti Þjóðverjum. Hann spilaði allan leikinn á móti Frökkum. 

Spánn er enn með í keppninni. Fyrst gerðu þeir 1:1 jafntefli við Pólverja en tryggðu sér svo áframhald í í dag eftir 5:0 sigur á Slóvakíu. Thiago Alcântara kom inn á sem varamaður í dag en var á bekknum gegn Póllandi. 


Georginio Wijnaldun, fyrirliði Hollands, hefur farið á kostum á mótinu. Hann skoraði tvö mörk þegar Holland vann Norður Makedóníu 3:0. Hollendingar unnu Austurríki 2:0 í næsta leik á undan. Þeir halda örugglega áfram. 

Leikirnir eru 16 liða úrslitum eru eftirfarandi.

Wales - Danmörk
Ítalía - Austurríki
Holland - Tékkland
Belgía - Portúgal
Króatía - Spánn
Frakkland - Sviss
England - Þýskaland
Svíþjóð - Úkraína

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan