| Sf. Gutt

Líklega engir á Ólympíuleika


Nokkrir leikmenn Liverpool hafa verið orðaðir við landslið sín fyrir Ólympíuleikana í Tokýó. Nú er allt útlit er á því að enginn leikmaður Liverpool fari þangað. 

Um er að ræða þá Mohamed Salah, Takumi Minamino og Ibrahima Konate. Í það minnsta eru þeir nefndir í frétt á vefsíðu BBC um málið. Í fréttinni kemur fram að allt útlit er á að Knattspyrnusamband Egyptalands muni ekki sækja hart að fá Mohamed en mestur skaði yrði ef hann yrði valinn. Mohamed verður örugglega valinn í lið Egypta fyrir Afríkumótið í byrjun næsta árs og trúlega láta Egyptar það nægja í að taka hann frá Liverpool. 

Leikarnir fara fram frá 22. júlí til 7. ágúst. Ef leikmenn eru valdir á leikana myndu þeir að mestu missa af undirbúningstímabilinu fyrir næsta keppnistímabil og væri það slæmt. En eins og er virðist sem svo að enginn leikmaður Liverpool verði á Ólympíuleikunum í Tokýó. Þess má geta að á  Ólympíuleikum spila landslið skipuð leikmönnum undir 23. ára. Að auki má velja þrjá eldri leikmenn í hvern hóp.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan