| Sf. Gutt

Snúum okkur að fallegu íþróttinni!


Það gekk mikið á í kjölfar þess að forráðamenn Liverpool skráðu liðið í Ofurdeildina. Draumurinn um Ofurdeildina varð að martröð fyrir þá sem deildina vildu. Stuðningsmenn Liverpool beindu spjótum sínum harðlega að eigendum Liverpool fyrir skráninguna í deildina. Jürgen Klopp ber nú klæði á vopnin og segir að kominn sé tími til að fara aftur að snúa sér að fallegu íþróttinni.

,,Ég vona að sambandið milli okkar og stuðningsmanna okkar muni jafnvel verða ennþá sterkara. Eigendurnir okkar eru ekki slæmt fólk. Þeir tóku bara slæma ákvörðun. En núna skulum við halda áfram veginn. Snúum okkur aftur að fallegu íþróttinni!"

Hvað svo sem segja má um það feigðarflan eigenda Liverpool að skrá liðið í Ofurdeildina þá er óhætt að taka undir orð Jürgen Klopp. Áfram veginn!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan