| Sf. Gutt

Til hamingju!


Thiago Alcântara do Nascimento á stórafmæli í dag. Hann fæddist 11. apríl 1991 og er því þrítugur í dag. Thiago fæddist í San Pietro Vernotico á Ítalíu. Faðir hans heitir Mazinho, og varð heimsmeistari með Brasilíu 1994 , var atvinumaður með Lecce á Ítalíu þegar Thiago fæddist. Móðir hans, Valéria, þótti liðtæk í blaki.   


Thiago æfði sem strákur með Flamengo í Brasilíu en fjölskylda hans var þá þar. Hann hóf atvinnuferilinn hjá Barcelona og lék þar til 2013 þar til hann fór til Bayern Munchen. Thiago vann átta titla hjá Barcelona en hvorki fleiri né færri en 16 hjá Bayern! Þar af varð hann þýskur meistari sjö ár í röð eða öll árin sem hann var hjá félaginu. 


Hann hefði getað leikið með Brasilíu, Spáni og gott ef ekki Ítalíu. Hann valdi spænska landsliðið og hefur leikið 41 landsleik og skorað tvö mörk. 



Thiago kom til Liverpool í sumar og er búinn að spila 22 leiki þar sem af er. Honum hefur ekki gengið nógu vel að aðlagast ensku knattspyrnunni ennþá sem komið er. Við sjáum hvað setur í þeim efnum. 

Liverpool klúbburinn sendir Thiago hamingjuóskir með stórafmælið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan