| Sf. Gutt

Fyrrum liðsmaður Liverpool kominn til Íslands!


Fyrrum liðsmaður Liverpool er kominn til Íslands og búinn að gera samning við lið í efstu deild. Um er að ræða pilt að nafni Marley Blair. Hann skrifaði undir samning við Keflavík í síðasta mánuði. Samningur hans við Keflavík gildir út leiktíðina 2023.  Knattspyrnudeild Keflavíkur greindi frá komu Marley með þessum orðum. ,,Við fögnum komu Marley og hlökkum mikið til að sjá hann spreyta sig í Pepsi MAX deildinni í sumar. Keflavík bindur miklar vonir við Marley og óskar honum alls hins besta!" Marley er sagður geta leyst flestar stöður fremst á vellinum. Hann þykir snöggur og búa yfir góðri tækni.

Marley Blair fæddist í Huddersfield 5. október 1999 og verður því 21. árs í haust. Hann æfði með unglingaliði Huddersfield Town þar til hann fékk samning við Liverpool sumarið 2016. Marley lék með undir 18 ára liði félagsins til 2017 en þá fékk hann frjálsa sölu eins og gjarnt er um unga leikmenn sem er talið að nái ekki nógu langt. Þess má geta að Steven Gerrard var þjálfari unglingaliðs Liverpool á leiktíðinni 2016/17 þegar Marley spilaði með liðinu.

Í byrjun árs 2018 gekk Marley til liðs við Burnley. Þar lék hann með undir 23. ára liði félagsins fram á sumar 2019. Hann hefur ekki verið á samningi síðan. Í haust var pilturinn á reynslu hjá Sheffield Wednesday en fékk ekki samning við félagið. Hann gerði svo samning við Keflavík í síðasta mánuði eins og fyrr kom fram. Keflavík leikur í efstu deild á þessu keppnistímabili eftir að hafa unnið næst efstu deild í fyrra. 

Þó svo Marley Blair hafi ekki leikið með aðlliði Liverpool eru það nokkur tíðindi að fyrrum liðsmaður félagsins sé kominn til leiks í íslensku knattspyrnuna. Það verður spennandi að sjá hvernig Marley gengur með Keflvíkingum.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan