| Sf. Gutt

Kenny Dalglish stofnar góðgerðarsamtök


Á sjötugs afmæli sínu á dögunum tilkynnti Sir Kenny Dalglish um stofnun á góðgerðarsamtökum sem hann og fjölskylda hans standa að. Samtökin heita 7/Appeal og starfa með LFC Foundation sem er góðgerðarfélag innan vébanda Liverpool Football Club. 


Tilgangur 7/Appeal er að safna fé í sjóð til að ungar fjölskyldur geti fengið styrk til að kaupa nauðsynjavörur. Aðallega er þarna verið að hugsa um nauðsynjar fyrir börn frá fæðingu og fram að þau hefja skólagöngu. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að margar fjölskyldur eigi erfitt með að fjarmagna einföldustu nauðsynjar á erfiðum tímum. Þar hefur heimsfaraldurinn haft mikið að segja en margir hafa minni fjárráð vegna áhrifa hans á atvinnumöguleika og annað.


Kenny Dalglish, Marina eiginkona hans og fjölskylda þeirra hefur lengi unnið að góðgerðarmálum í Liverpool og nærsveitum. Þetta er nýjasti málaflokkurinn sem þau hafa lagt hönd á plóg við. Þarft verk!  

Hér er tengill á frétt um stofnun samtakanna.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan