| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Rússlandi


Kynningin á fulltrúum Liverpool í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar hefst hér. Fyrstur í röðinni er Simon Mignolet.
 
Nafn: Simon Mignolet

Fæðingardagur: 6. mars 1988.

Fæðingarstaður: Sint-Truiden í Belgíu.

Staða: Markmaður.


Félög á ferli:
Sint-Truiden, Sunderland og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: 25. mars 2011 gegn Austurríki.

Landsleikjafjöldi:
19.

Landsliðsmörk: 0.

Leikir með Liverpool: 202.

Mörk fyrir Liverpool: 0.


Hvernig gekk á síðustu leiktíð?
Í heildina séð stóð Simon Mignolet sig vel. Hann var aðalalmarkmaður framan af en missti stöðuna í byrjun ársins og komst ekki aftur í markið. Reiknað er með því að hann fari frá Liverpool í sumar.

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann er mjög góður í að verja á línunni og með þeim betri í því í ensku deildinni. Hann er ágætur í úthlaupum en þarf að bæta sig í að spila boltanum frá sér. Hann er sterkur í að verja víti og hefur varið sjö víti af 15 á ferli sínum hjá Liverpool. 

  

Hver er staða Simon í landsliðinu? Simon er ekki fastamaður í liðinu og það er ekki líklegt að hann spili á HM nema Thibaut Courtois meiðist.

Hvað um Belgíu? Lið Belgíu er eitt það mest spennandi í heiminum um þessar mundir. Segja má að nú sé komin fram gullkynslóð hjá Belgum og fjölmargir snjallir leikmenn eru í liðinu. Liðið ætti að geta náð langt í Rússlandi.

Alþjóðlegir titlar Belga: Ólympíumeistarar 1920.

Vissir þú? Simon er með prófgráðu í stjórnmálafræði. Hann talar líka fimm tungumál. Hann rekur kaffihús.

Besti Belgi allra tíma? Paul Van Himst. Það er svo sem aldrei gott að segja til um hvaða leikmaður sé bestur en Paul var magnaður sóknarmaður og skoraði 30 landsliðsmörk á árunum 1960 til 1974. Hann raðaði líka inn mörkum á glæstum ferli sínum hjá Anderlecht.

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/.





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan