Joe Allen

Fæðingardagur:
14. mars 1990
Fæðingarstaður:
Camarthen
Fyrri félög:
Swansea
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
10. ágúst 2012

Joe Allen var keyptur til félagsins 10. ágúst 2012 og var hann önnur kaup Brendan Rodgers en Allen lék einmitt undir stjórn Rodgers hjá Swansea.

Allen er uppalinn hjá Swansea en hann gekk til liðs við félagið aðeins níu ára gamall.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins tímabilið 2006-07 gegn Blackpool í leik sem tapaðist 6-3.  Eftir sumarið mætti hann ferskur til æfinga á ný og stóð hann sig framar vonum gegn Walsall í Deildarbikarnum og bjó hann til fyrsta mark leiksins fyrir Paul Anderson.

Hann hélt áfram að leika vel og undir stjórn Brendan Rodgers hélt hann áfram að vaxa sem leikmaður og lék hann 43 leiki í deildinni tímabilið 2010-2011 þegar Swansea komust upp í úrvalsdeildina.

Á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni var hann lykilmaður á miðjunni hjá Swansea er liðið fór fram úr björtustu vonum stuðningsmanna sinna og endaði í 11. sæti deildarinnar.  Allen var svo kjörinn besti ungi leikmaðurinn hjá félaginu það tímabilið.

Sumarið 2012 kom svo Rodgers kallandi og var hann keyptur til Liverpool.

Tölfræðin fyrir Joe Allen

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2012/2013 27 - 0 2 - 1 1 - 0 7 - 1 0 - 0 37 - 2
2013/2014 24 - 1 1 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 26 - 1
2014/2015 21 - 1 5 - 0 0 - 0 6 - 0 0 - 0 32 - 1
2015/2016 19 - 2 2 - 1 5 - 0 11 - 0 0 - 0 37 - 3
Samtals 91 - 4 10 - 2 7 - 0 24 - 1 0 - 0 132 - 7

Fréttir, greinar og annað um Joe Allen

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil