Damien Plessis

Fæðingardagur:
05. mars 1988
Fæðingarstaður:
Neuville-aux-Bois, Frakkland
Fyrri félög:
Lyon
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
31. ágúst 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Plessis er afturliggjandi miðjumaður og er hann talinn einn efnilegasti leikmaðurinn á Melwood.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í ágúst 2007 en hann var keyptur frá franska stórliðinu Lyon.

Plessis fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Liverpool þegar leikið var á Emirates leikvanginum gegn Arsenal þann 5. apríl 2008. Þótti hann standa sig vel og ekki var að sjá að hann væri að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið þar sem hann var mjög öruggur á boltanum.

Plessis er mjög hávaxinn en þó alls ekki klaufalegur með boltann og átti hann stóran þátt í deildarmeistaratitli varaliðsins tímabilið 2007-08.

Á síðustu leiktíð fékk Plessis að leika fimm leiki með aðalliðinu og stóð hann sig með prýði í þeim leikjum og skoraði hann til að mynda sitt fyrsta mark í Deildarbikarnum gegn Tottenham, það gerði hann með góðum skalla.

Hann hefur alls leikið sjö leiki með aðalliðinu og er alls ekki ólíklegt að þeim muni fara fjölgandi á næstu leiktíðum en ljóst er að baráttan verði mikil enda er hann að berjast við nokkra af öflugustu miðjumönnum Evrópu um stöðu í liðinu.

Tölfræðin fyrir Damien Plessis

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 2 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
2008/2009 1 - 0 0 - 0 2 - 1 2 - 0 0 - 0 5 - 1
2009/2010 0 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
Samtals 3 - 0 0 - 0 3 - 1 2 - 0 0 - 0 8 - 1

Fréttir, greinar og annað um Damien Plessis

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil