| HI

Liverpool býður í serbneskan miðvörð

Norski Liverpoolvefurinn greindi frá því í morgun að Liverpool hafi boðið 4,5 milljónir punda í serbneska miðvörðinn Nemanja Vidic með það fyrir augum að tryggja sér hann í janúar. Vonast er til að þetta verði endanlega frágengið í næstu viku.

Vidic spilar með Spartak Mosvku og er nú talinn besti miðvörður í rússneska boltanum. Hann er sterkur í loftinu og góður tæklari og getur einnig spilað sem vinstri bakvörður. Hann hefur leikið 18 landsleiki fyrir Serbíu og Svartfjallaland. Vidic er með klásúlu í samningi sínum þess efnis að hann megi fara ef boð kemur upp á 4,8 milljónir punda eða meira.

Frekari tíðinda er að vænta af þessu máli síðar í dag.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan