| Sf. Gutt

Spáð í spilin



West Bromwich Albion v Liverpool

Sigur Liverpool á Old Trafford í fyrrakvöld þýðir að Rauði herinn hefur allt í hendi sér fyrir síðustu þrjá leikina. Englandsmeistaratitillinn verður ekki varður og Manchester City er enskur meistari. Þá er næsta mál á dagskrá að reyna að vinna sér sæti í Meistaradeildinni á næsta keppnistímabili. Reyndar frekar sorglegt að fjórða sætið í deildinni skuli vera álíka verðmætt og það efsta. En svona er búið að koma málum í knattspyrnunni. Aðgengi að Meistaradeildinni skiptir öllu og þá skiptir litlu hvort liðið endar sem meistari eða fær eitt að hinum þremur sætunum. Auðvitað er deildartitilinn fyrir öllu en staðreyndin er samt sú að hin sætin þrjú eru álíka verðmæt því þau gefa aðgang að gullkeppninni þar sem þeir ríku verða ríkari og hinir áfram fátækir nema eitthvað utanaðkomandi breyti stöðunni. Manchester City og Chelsea eru dæmi um það. 

Liverpool hefur nú sæti í gullkeppninni í hendi sér en það er langt frá því í höfn. Liverpool þarf að vinna síðustu þrjá leikina til að ná einu af sætunum mikilvægu. Fyrsta verkefnið er að vinna West Bromwich Albion á útivelli. WBA eru fallnir en munu örugglega koma ákveðnir til leiks. Liverpool þarf því að hafa sig alla við. 


Ef frá er talinn upphafskaflinn á Old Trafford þá spilaði Liverpool stórvel á Old Trafford. Liðið lék líka vel í næsta leik á undan þegar Liverpool vann Southampton á Anfield Road. Liverpool verður að halda áfram á sömu braut á morgun. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 í erfiðum leik. Mohamed Salah og Sadio Mané skora mörkin. Það er einfaldlega ekki í boði á láta happ úr hendi sleppa!

YNWA!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan