| Sf. Gutt

Kröftug skilaboð frá Jürgen Klopp!


Jürgen Klopp var fyrsti framkvæmdastjórinn í ensku knattspyrnunni til að ræða um fyrirhugaða Ofurdeild. Hann sendi kröftug skilaboð frá sér!

,,Ég er hérna sem knattspyrnuþjálfari og ég held því starfi áfram eins lengi og mér er leyft að sinna því. Ég heyrði í dag að ég væri að hugsa mér að segja starfi mínu lausu en það er ekkert til í því. Ég verð alltaf ennþá ákveðnari í að vera hérna áfram þegar á móti blæs. Mér finnst ég bera ábyrgð fyrir hönd liðsins, félagsins og sambandinu sem við eigum við stuðningsmenn okkar. Ég ætla að reyna að vinna einhvern veginn úr þessu."


,,Munum að stuðningsmennirnir og liðið eru hornsteinn félagsins. Við ættum öllu framar að gæta þess að ekkert spilli því sem félagið er reist á!"

Hugmynd um Ofurdeild í Evrópu er ekki ný af nálinni. Því miður er nú búið að koma þeirri hugmynd lengra á veg en áður. Jürgen var spurður fyrir tveimur árum um hugmyndir um slíka deild. Hann sagði þá að hann væri andsnúinn þeim hugmyndum og hnykkti á með að segja að hann vonaðist til að slík deild yrði aldrei að veruleika.

Í gærkvöldi, í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina, sagði Jürgen að sú skoðun hans hefði ekkert breyst. Hann sagði að fólk væri ekki ánægt með fyrirhugaða Ofurdeild og hann sagðist vel skilja þá óánægju. Hann staðfesti að hann og leikmenn Liverpool hefðu ekki vitað neitt af því að liðið ætlaði sér að vera stofnfélagi í Ofurdeildinni. Það segir sína sögu!


Það þarf ekkert að velkjast í vafa um skoðun Jürgen á málinu. Hann mun ekki leyna skoðunum sínum á þessu máli frekar en öðrum hér eftir sem hingað til!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan