| Sf. Gutt

Daniel Agger ráðinn framkvæmdastjóri


Daniel Agger hefur tekið fyrsta skrefið á þjálfaraferli sínum. Á dögunum tók hann við sem framkvæmdastjóri hjá HB Køge. Daniel verður aðalþjálfari en Lars Jacobsen  verður með honum. Þeir félagar taka við liðinu á næstu leiktíð. Køge leikur nú í næst efstu deild en markið er sett á að komast upp í efstu deild og festa sig í sessi þar. 


Daniel lék með Brøndby frá 2004 til 2006 en þá gekk hann til liðs við Liverpool. Hann yfirgaf Liverpool 2014 og fór heim til Brøndby þar sem hann lauk ferlinum tveimur árum seinna. 






Daniel var frábær varnarmaður en meiðsli gerðu honum oft erfitt fyrir og á nokkrum leiktíðum missti hann talsvert úr. Hann lék 232 leiki með Liverpool og skoraði 14 mörk. Hann vann Deildarbikarinn með Liverpol 2012. Daniel spilaði 75 leiki fyrir danska landsliðið og skoraði 12 landsliðsmörk.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan