| Sf. Gutt

Áfram í Unglingabikarnum


Liverpool komst áfram í Unglingabikarkeppninni í dag eftir að hafa slegið Manchester United úr leik á útivelli í 4. umferð keppninnar. Vel að verki staðið!

Liverpool vann 0:1 í Manchester. Tyler Morton skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Hann skallaði þá laglega í mark. Liverpool hélt fengnum hlut og það meira að segja þó liðið spilaði lokakaflann manni færri eftir að James Norris var rekinn af velli. 

Liverpool:
Davies, Bradley, Norris, Quansah, Koumetio, Stephenson, Corness (Jonas, 90. mín.), Morton, Woltman (Chambers, 72. mín.), Balagizi og Musialowski (Wilson, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Mrozek og McConnell.

Liverpool mætir Leicester City á útivelli í næstu umferð sem er sú fimmta í keppninni. Vonandi kemst Liverpool alla leið í keppninni!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan