Breytingar á leikjum

Fyrsti leikur mánaðarins verður á heimavelli gegn Chelsea en upphaflega átti sá leikur að fara fram seinnipart mánaðarins. Ný dagsetning er fimmtudagurinn 4. mars og verður flautað til leiks klukkan 20:15.
Næsti leikur er einnig á Anfield þegar Fulham mæta í heimsókn, nánar tiltekið sunnudaginn 7. mars klukkan 14:05.
Mánudaginn 15. mars er svo útileikur við Úlfana sem hefst klukkan 20:00.
Fleiri deildarleikir eru ekki á dagskrá í mars þar sem landsleikjahlé er í seinni hlutanum. En það er vert að minnast á að seinni leikurinn við RB Leipzig verður spilaður miðvikudaginn 10. mars klukkan 20:00. Sá leikur fer ekki fram á Anfield vegna Covid-19 ástandsins í Evrópu og samkvæmt nýjustu fréttum er búist við ákvörðun um leikstað í þessari viku.
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Faðir Alisson Becker látinn -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Henderson fór í aðgerð -
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss