| Sf. Gutt

Tvöfalt afmæli


Það er tvöfalt afmæli hjá Liverpool. Báðir hafa átt stóran þátt í velgengni Liverpool, eru miklir vinir og samlandar. Um er að ræða þá Roberto Firmino og Alisson Becker.
Roberto Firmino fæddist í Maceió á austurströnd Brasilíu 2. október árið 1991. Hann er þar með orðinn 29 ára. Roberto kom frá Hoffenheim 2015 og eftir heldur rólega byrjun hefur hann vaxið upp í að vera lykilmaður í liði Liverpool.Alisson Becker er fæddur í Novo Hamburgo í suðurhluta Brasilíu 2. október 1992. Hann er því orðinn 28 ára gamall. Hann kom til Liverpool frá Roma 2018 og er búinn að reynast frábærlega. Ekki er vafi á að hann er núna einn besti markmaður heims. 

Eins og áður segir eru þeir Roberto og Alisson miklir vinir. Svo skemmtilega vill til að þeir eru fæddir sama dag!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan