| Sf. Gutt

Thiago Alcantara á leið til Liverpool

Áreiðanlegustu fjölmiðlar á Englandi greina frá því í morgun að miðjumaðurinn Thiago Alcantara sé á leiðinni til Liverpool. BBC segir að samningar milli Liverpool og Bayern Munchen séu langt komnir. Samkvæmt BBC gæti spænski landsliðsmaðurinn kostað 25 milljónir sterlingspunda. Grunnverð gæti verið 20 milljónir en svo gætu ýmis ákvæði hækkað verðið. 

Thiago hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar en samningur hans við Bayern rennur út næsta sumar. Thiago kom til Bayern frá Barcelona 2013 en hann hafði verið hjá spænska liðinu frá 2009. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna hjá Bayern. Á síðasta keppnistímabili vann Bayern Þrennu. Deild, bikar og Evrópubikarinn.

Ætla má að mjög líklegt sér að Thiago Alcantara komi til Liverpool. Í það minnsta greina BBC og Liverpool Echo frá því að samningar séu langt komnir. Það er ekki spurning að Thiago myndi styrkja liðshóp Liverpool mikið enda er hann talinn með betri miðjumönnum í Evrópu. 


Ekkert er þó í húsi. Við sjáum hverju fram vindur!










TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan