| Sf. Gutt

Þrír í landsliði Wales


Nú fer í hönd landsleikjahrota. Fjórir ungliðar Liverpool eru í landsliði Wales. Tveir eru í enska landsliðinu sem spilar á Íslandi.

Neco Williams var valinn í landslið Wales í fyrsta sinn. Tveir félagar hans Ben Woodburn sem er á mynd að ofan og Harry Wilson eru í hópnum. Bæði Ben og Harry eru methafar hjá Wales. Ben er yngsti markaskorari Wales og Harry yngsti leikmaður þjóðarinnar. Eins er í hópnum að finna Danny Ward fyrrum leikmann Liverpool sem er nú á mála hjá Leicester City. 


Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez eru í enska landsliðshópnum fyrir landsleikinn við Ísland sem fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Trent spilaði ekki æfingaleikina tvo með Liverpool og ekki heldur Skjaldarleikinn þar sem hann var að jafna sig af meiðslum. 


Þess má geta að Conor Coady, fyrirliði Wolverhampton Wanderes, var í fyrsta skipti valinn í enska landsliðið. Hann er fæddur í Liverpool og ólst upp hjá félaginu. Conor var seldur til Hudderfield Town 2014 og spilaði eina leiktíð þar. Áður hafði hann spilað eitt keppnistímabil í láni hjá Sheffield United. Hann er búinn að vera hjá Wolves frá 2015 og standa sig frábærlega. Conor spilaði tvo leiki með aðalliði Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan