| Sf. Gutt

Neco Willians fær nýjan samning


Í dag var tilkynnt að Neco Williams hefði fengið nýjan samning við Liverpool. Um er að ræða langtíma samning. Einhverjir fjölmiðlar segja að samningurinn sé til fimm ára. 

,,Tilfinningin er frábær. Á þessum tímapunkti þá tel ég að ég gæti ekki verið á betri stað með tilliti til þess að læra, með þessum strákum, til að verða betri leikmaður. Mín skoðun er sú að hérna séu nokkrir af bestu leikmönnum í heimi og liðið okkar er eitt af þejm bestu í veröldinni."

Neco Williams er fæddur í Wales og er 19 ára. Hann er búinn að vera hjá Liverpool frá því hann var sex ára. Neco spilar oftast sem hægri bakvörður. Hann lék sinn fyrsta leikm með aðalliði Liverpool í Deildarbikarnum á móti Arsenal í fyrrahaust. Hann er búinn að spila 11 leiki með aðalliðinu. Hann var í liðshópi Liverpool sem varð Heimsmeistari félagsliða í fyrra og svo varð hann Englandsmeistari í sumar. Í fyrra varð hann Unglingabikarmeistari með Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan