| Sf. Gutt

Heillaóskir frá fyrrum leikmönnum


Margir fyrrum leikmenn Liverpool hafa síðustu daga sent gamla félaginu sínu heillaóskir í tilefni 19. Englandsmeistaratitils þess. Hér að neðan eru nokkrar af kveðjunum. 



Phil Thompson: ,,Við erum komnir aftur á okkar stall. Ég ætla ekki að nota orð sem hefur fylgt stallinum en við erum aftur á honum. Það hefur tekið óratíma, heila kynslóð, 30 ár. Við höfum unnið Meistaradeildina sem var frábært en hjá Liverpool hefur deildin, Úrvalsdeildin, alltaf verið aðalatriðið og okkur hefur ekki tekist að vinna hana. Það hefur verið okkur öllum byrði að bera. Margir framkvæmdastjórar hafa orðið að bera þessa byrði. En nú er tími til að þakka Jürgen Klopp og leikmönnunum því þetta hefur verið erfitt. Við höfum unnið bikara og það hefur verið frábært. Í gegnum árin hefur litlu munað. Gerard Houllier var í öðru sæti, Rafa varð í öðru sæti, Brendan varð í öðru sæti. Það hafa verið mjög góð lið hérna en ekkert jafn gott og þetta. Liðið er verðskuldaður sigurvegari. Á síðustu leiktíð náði liðið 97 stigum en það dugði ekki til. Það hlakkaði í fullt af fólki út af því það hélt að liðið fengi ekki betra tækifæri. Þess vegna var svo dásamlegt að sjá liðið takst á við Manchester City. Allt unga fólkið sem hafði ekki upplifað svona og allir hinir aðdáendurnir sem máttu þola háð og spott af því við höfðum ekki unnið Úrvalsdeildina. Núna höfum við unnið hana! Ef þetta lið heldur hópinn áfram, sem ég held að það geri, þá verður fjandi erfitt að vinna það á næsta keppnistímabili."


Mark Lawrenson: ,,Maður skynjaði breytingu þegar Jürgen kom til félagsins. Eftir nokkra mánuði fann maður að andrúmsloftið var gerbreytt. Kopp kom og allir sögðu að hann væri nýr Shankly. En viti menn. Hann hefur sannarlega minnt á Shankly í öllum sínum störfum. Hann skilur sögu félagsins og nær til stuðningsmannanna. Svo spilar liðið svo frábærlega. Ég sagði þegar hann kom að Liverpool yrði lið númer tvö hjá öllum. Ég var rækilega tekinn í gegn fyrir þá skoðun mína. En núna sýnist mér að spá mín hafi gengið eftir út af því hvernig liðið spilar."



Jamie Redknapp: ,,Það var lykilatriði að fá Jürgen Klopp til félagsins. Algjört lykilatriði. Hann er leiðtogi og undir hans leiðsögn gerast merkilegrir hlutir. Stuðningsmenn Liverpool dá hann og maður sér greinilega að þeir fylgja honum hvert á land sem er."




Jamie Carragher: ,,Ég held að einn titill muni ekki nægja Jürgen Klopp og þessu liði með alla þá orku sem býr í liðinu. Liðið fékk 97 stig á síðasta keppnistímabili og vann Meistaradeildina. Maður veltir því fyrir sér hversu erfitt það yrði að vinna titilinn á þessu keppnistímabili en liðið rústaði deildinni algjörlega. Það er frábært að sjá Liverpool aftur á sínum stalli!"


Michael Owen: ,,Úrvalsdeildarmeistarar. Til hamingju @liverpoolfc. Langbesta liðið á ótrúlegu keppnistímabili."



Steven Gerrard:
 ,,Ég sendi öllum hjá @liverpoolfc hamingjuóskir með að vinna Úrvalsdeildina. Þetta er frækilegt afek hjá frábærum leikmönnum sem eru í fremstu röð. Liðið er leitt af framkvæmdastjóra sem er í heimsklassa og framúrskarandi þjálfaraliði. Það ber líka að minnast á stuðning FSG. Síðast en ekki síst vil ég nefna stuðningsmennina sem hafa beðið í 30 ár."


Luis Garcia:
,,Til hamingju @LFC !! Frækilegt afrek. Ég óska öllum leikmönnunum, starfsfólkinu og stjórnarmönnum til hamingju. Að ógleymdum stuðningsmönnunum. Njótið stundarinnar. Biðin hefur verið löng en nú er stundin loksins runnin upp!!




Dirk Kuyt: ,,Meistarar!"


Fernando Torres: Færi öllum hjá @liverpoolfc mínar innilegustu hamingjuóskir með að vinna Úrvalsdeildina. Ótrúlega magnaður liðshópur, frábær framkvæmdastjóri, stórgott starfsfólk en allar mínar innilegustu hamingjuóskirnar fara til hvers einasta stuðningsmanns @liverpoolfc. Þið eruð búnir að bíða svo lengi og loksins er þessi langþráði titill ykkar. Sannarlega verðskuldað! #YNWA " 


Ryan Babel:
,,Til hamingju @LFC. Ég gleðst innilega fyrir hönd félagsins og stuðningmannanna!!!!"


Jose Reina:
,,Meistarar! Til hamingju @LFC!! Verðskuldaðir meistarar eftir magnað keppnistímabil. 30 ár liðin. Í dag eykst stolt mitt enn meir yfir því að hafa tilheyrt þessu mikla félagi. #OneARedAlwaysARed #YNWA #PremierLeague "


Luis Suarez: ,,Jordan og allir hinir leikmenn Liverpool. Ég gleðst fyrir ykkar hönd, fjölskyldna ykkar fólksins sem vinnur hjá Liverpool and stuðningsmanna Liverpool. Ég vona að þið njótið þessa tíma því hann er frábær fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þið eruð meistarar!"


Lucas Leiva: ,,Ég er stoltur yfir því að vera Rauðliði!! Færi öllum hjá félaginu, stuðningsmönnunum og Liverpool borg hamingjuóskir. #YNWA #champoins "


Neil Ruddock:
,,Til hamingju @liverpoolfc þvílík leiktíð vonandi getum við öll farið að fara á völlinn á næsta keppnistímabili og sjá meira af svo góðu. #lfc #champions #liverpoolfc "


Jordan Ibe:
,,Ég sendi fyrrum félagi mínu hamingjuóskir með þetta mikla afrek. Meistarar! @liverpoolfc "


Javier Mascherano: ,,Til hamingju @liverpoolfc !!! Fyllilega verðskuldað."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan