| Sf. Gutt

Jürgen Klopp með nýtt met!


Um leið og flautað var til leiksloka á Goodison Park á sunnudaginn komst Jürgen Klopp í metabækur Liverpool. Frá því hann tók við Liverpool 8. október 2015 hefur hann stýrt Liverpool í 11 grannaleikjum á móti án þess að tapa. Enginn annar framkvæmdastjóri Liverpool hefur afrekað að stýra liðinu í jafnmörgum leikjum án taps eftir að hafa tekið við stjórn liðsins.Bob Paisley átti gamla metið. Hann tók við stjórn Liverpool 26. júlí 1974. Þaðan í frá stýrði hann Liverpool í tíu leikjum án taps á móti Everton. Nú hefur Jürgen bætt metið um einn leik og vonandi á Þjóðverjinn eftir að bæta um betur í þessu efni!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan