| Sf. Gutt

Af umdeildri ákvörðun


Liverpool Football Club hefur verið mikið í féttum frá því að umdeild ákvörðun ráðamanna félagins var tilkynnt á laugardagskvöldið. Sú ákvörðun hefur nú verið dregin til baka með afsökunarbeiðni. 

Li­verpool Football Club sendi frá sér tilkynningu á laugardaginn þess efnis að ákveðið hefði verið að nýta sér neyðarúr­ræði breskra stjórn­valda. Í úrræðinu felst að breska ríkið greiðir 80% launa starfólks fyrirtækja sem hefur verið send­ur í tímabundið leyfi vegna þess ástands sem skap­ast hef­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Fyrirtæki borga svo 20% sem upp á vantaði svo starfsfólkið héldi fullum launum.

Þessi ákvörðun féll í mjög grýttan jarðveg hjá hluta stuðningmanna Liverpool og eins fóru margir fjölmiðar hamförum. Liverpool FC stendur mjög vel fjárhagslega um þessar mundir og töldu, þeir sem gagnrýndu ákvörðunina, að félagið ætti ekki að nýta sér þetta neyðarúrræði. Mörg verr stödd og minni fyrirtæki ættu frekar rétt á því og hefðu meiri not fyrir.  

Nú undir kvöld sendi Liverpool Football Club frá sér yfirlýsingu þess efnis að ákvörðunin frá því á laugardaginn hefði verið dregin til baka. Peter Moore forstjóri Liverpool skrifaði opið bréf sem birt var á Liverpoolfc.com þar sem hann útskýrði af hverju skipt hefði verið um skoðun í málinu. Hann sagði að málið hefði verið endurskoðað og ákveðið að snúa frá fyrri ákvörðun. Þetta stendur meðal annars í bréfinu. ,,Við telj­um okk­ur hafa tekið ranga ákvörðun í síðustu viku þegar við tilkynnt­um að við ætluðum að nýta okk­ur rík­isaðstoðina til að greiða starfs­fólki okk­ar laun vegna frest­un­ar­inn­ar á keppni í úrvals­deild­inni. Við biðjumst inni­lega af­sök­un­ar á því." Peter segir í bréfinu að félagið muni leita annarra leiða til að sjá svo um að starfsfólk Liverpool FC haldi tekjum sínum og störfum á meðan þetta fordæmalaust ástand stendur yfir.  

Sitt sýnist hverjum í þessum máli sem öðru. Liverpool FC hafði fullan rétt á að nýta sér þetta úrræði sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Á hinn bóginn þótti mörgum að Liverpool ætti ekki að þurfa á þessum ríkisstuðningi að halda. Sem fyrr segir brást stór hluti stuðningsmanna Liverpool harkalega við. Nokkrir fyrrum leikmenn liðsins lýstu líka vanþóknun sinni á ákvörðuninn og má þar nefna Jamie Carragher. Öll spjót stóðu á félaginu og forráðamönnum þess. Ekki er annað hægt að segja en að ákvörðun félagsins í dag, þegar allt er tekið með í reikninginn, hafi verð skynsamleg og rétt!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan