| Sf. Gutt

Aldrei einn á ferð víða um lönd


Á föstudagskvöldið var lagið You´ll Never Walk Alone, Aldrei einn á ferð, leikið í útvarpi á sama tíma víða um lönd! Hollenskur útvarpsmaður, Sander Hoogendoorn sem vinnur á Radio NPO 3FM, átti hugmyndina sem fólst í því að leika lagið og með því að efla samstöðu fólks á erfiðum tímum. 

Þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í átta, að íslenskum tíma var lagið leikið samtímis á rúmlega 180 útvarpsstöðvum í yfir 30 löndum. Sander kynnti lagið með þessum orðum á sinni útvarpsstöð. ,,Þetta er fyrir alla sem eru fastir heima. Fyrir alla sem núna vinna hörðum höndum að því að berjast gegn veirunni. Næstu þrjár mínúturnar verðum við öll sameinuð!"

Hér er myndband sem var sett saman eftir flutning lagsins. 

Hér má heyra hvernig lagið var kynnt á BBC Radio 1.





You´ll Never Walk Alone hefur fylgt Liverpool frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin Gerry and the Pacemakers, sem er frá Liverpool, gerði lagið vinsælt og komst það í þeirra flutningi í efsta sæti enska vinsældarlistans 1963.

Hér má fræðast um þjóðsönginn á Liverpool.is.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan