| Sf. Gutt

Engin lið oftar leitt saman hesta sína





Liverpool og Everton mætast á Anfield á morgun. Engin lið hafa oftar leitt saman hesta sína í FA bikarnum í sögu þessarar merku keppni. 


Þetta er í 25. sinn sem Liverpool og Everton mætast í FA bikarnum. Liðin hafa tvívegis leikið til úrslita. Liverpool vann 3:1 1986 og 3:2 1989. Myndin að ofan var tekin eftir úrslitaleikinn 1986.  Liðin hafa fimm sinnum leikið saman í undanúrslitum. Hingað til hefur Liverpool 11 sinnum haft betur í bikarrimmunum en Everton sjö sinnum.




Liverpool og Everton mættust síðast í FA bikarnum fyrir tveimur árum. Liverpool vann þá 2:1 á Anfield og skoraði Virgil van Dijk sigurmarkið undir lok leiksins í sínum fyrsta leik. James Milner skoraði fyrra markið úr víti. 


Þegar allar keppnir eru taldar verður leikurinn á morgun númer 235. Liverpool hefur unnið 94 leiki, Everton 66 og liðin hafa skilið jöfn í 73 leikjum. Liverpool hefur skorað 331 mörk og fengið á sig 262 mörk. Liðin mættust á Anfield fyrir mánuði og þá burstaði Liverpool Everton 5:2!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan