| Sf. Gutt

Ósigraðir í eitt ár!


Í dag, 3. janúar, er eitt ár liðið frá því Liverpool tapaði síðast deildarleik í ensku deildarkeppninni. Ótrúlegt afrek svo ekki sé fastar að orði kveðið!

Fimmtudaginn 3. janúar í fyrra tapaði Liverpool naumlega 2:1 fyrir Manchester City á Etihad leikvanginum í Manchester. Frá þeim degi hefur Liverpool leikið 37 leiki, unnið 32 og gert fimm jafntefli. Ótrúlegt afrek hjá liðinu. 


Við þetta má bæta að Liverpool hefur nú leikið 51 deildarleik í röð á Anfield Road án taps. Liverpool hefur unnið 41 einn af þessum leikjum og gert tíu jafntefli. Liverpool hefur í þessum leikjum skorað 129 mörk. Aðeins tvö lið hafa spilað fleiri deildarleiki í röð án taps í efstu deild. Frá síðasta deildartapi munu liðnir 985 dagar. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan