| Sf. Gutt

Hálfnað verk!


Jürgen Klopp segir verkið aðeins hálfnað hvað varðar deildarkeppnina. Þó staðan sé góð þá sé mikið verk óunnið. Hér er brot úr pislti hans í leikskrá Liverpool fyrir leikinn á móti Sheffield United. 


,,Gott kvöld og velkomin aftur til Anfield þar sem við mætum Sheffield United í Úrvalsdeildinni. Mig langar að byrja þennan pistil á að óska ykkur öllum gleðilegs árs. Í viðtölum eftir leikinn á móti Wolves var ég mikið spurður um hverjar minningar mínar frá árinu 2019 væru. Það er ef nógu af taka hvað varðar ánægjulegar minningar frá árinu sem var að líða. En þegar knattspyrnan er annars vegar þá er svo sem ekkert ,,nýtt" sem þarf að hugsa um. Það er alla vega ekkert upprof og ekkert stopp. Við sem hrærumst í þessu fagi hugsum frekar í keppnistímabilum en almanaksárum. Þess vegna er ég ekkert á þessum tímamótum að hugsa til baka. Núna er deildarkeppnin hálfnuð og við erum ennþá með í tveimur bikarkeppnum. Við erum því í miðju kafi og það er langt í land. Það eina sem við erum að rýna í núna er næsti mótherji okkar." 

Það er greinilegt á þessum orðum framkvæmdastjórans okkar að einbeitingin að komandi verkefnum er algjör. Staðan er góð og minningar frá síðasta ári eru ógleymanlegar en í herbúðum Liverpool er bara verið að hugsa um næsta verkefni! Næsta leik!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan