| Grétar Magnússon

Dregið í Meistaradeild

Nú rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar og fá okkar menn erfitt verkefni gegn Atletico Madrid.



Eins og lög gera ráð fyrir verður fyrri leikurinn á heimavelli Atletico en þar eigum við nú sælar minningar frá úrslitaleiknum gegn Tottenham í vor.

Síðar í dag verður gefið út hvenær leikirnir fara fram en mögulegar dagsetningar eru 18., 19., 25. og 26. febrúar og seinni leikurinn færi þá fram einhvern af eftirfarandi dögum í mars, 10., 11., 17. eða þann 18.

Liðin hafa fjórum sinnum mæst áður í sögunni en árið 2008 voru þau saman í riðli í Meistaradeildinni þar sem báðir leikir heima og heiman enduðu með 1-1 jafntefli. Árið 2010 mættust liðin svo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem fyrri leikurinn tapaðist á útivelli 1-0. Seinni leikurinn fór í framlengingu þar sem staðan var 1-0 eftir 90. mínútur en í framlengingunni skoruðu bæði lið og lokatölur því 2-1 fyrir Liverpool en Atletico Madrid áfram á útivallarreglunni.

Drátturinn  í heild sinni var eftirfarandi:

Dortmund - PSG

Real Madrid - Manchester City

Atalanta - Valencia

Atletico Madrid - Liverpool

Chelsea - Bayern Munchen

Lyon - Juventus

Tottenham - RB Leipzig

Napoli - Barcelona



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan