| Sf. Gutt

Leikmannahópur fyrir heimsmeistarakeppnina


Leikmannahópur Liverpool fyrir Heimsmeistarakeppni félagsliða var tilkynntur á dögunum. Liverpool sendir alla sína sterkustu menn til leiks. 

Eftirtaldir leikmenn voru valdir fyrir ferðina til Katar: Alisson, Van Dijk, Wijnaldum, Lovren, Milner, Keita, Firmino, Mané, Salah, Gomez, Adrian, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Lallana, Lonergan, Shaqiri, Brewster, Robertson, Origi, Jones, Alexander-Arnold, Elliott og Williams.

Frá því liðshópurinn var kynntur hafa Dejan Lovren og Georginio Wijnaldum meiðst. Ekki hefur verið tilkynnt hvort þeir fara með. Fimm af ungliðum Liverpool eru valdir. Ekki er útilokað að þeir spili í Deildarbikarnum á móti Aston Villa á þriðjudagskvöldið og haldi svo til móts við liðshópinn í Katar. 


Liverpool hefur þrívegis áður leikið í Heimsmeistarakeppni félagsliða, 1981, 1984 og 2005, en aldrei náð að vinna keppnina. Vonandi er nú komið að því að hægt verði að bæta þessum titli á afrekafskrá Liverpool Football Club. Það er tími til kominn!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan