| Sf. Gutt

Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.!


Þeir eru margir merkisdagarnir í sögu Liverpool Football Club en 1. desember er þó einn af þeim allra merkilegustu. Þann dag fyrir 60 árum breyttist allt!

Þann 1. desember 1959 var tilkynnt að William Shankly yrði næsti framkvæmdastjóri Liverpool F.C. Í staðarblaðinu Daily Post var greint frá þessum tíðindum með eftirfarandi fréttatilkynningu. 

,,Herra Bill Shankly framkvæmdastjóri Huddersfield Town var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool Football Club og tekur við af Phil Taylor sem sagði af sér 17. nóvember. Hann hefur tekið tilboði okkar en hefur samþykkt að vera einn mánuð í viðbót á Leeds Road áður en hann kemur til Anfield snemma á nýju ári nema að aðstæður verði þess valdandi að hann gæti komið fyrr."

Mál skipuðust svo að Bill tók við Liverpool þann 14. desember. Eftir það varð ekki aftur snúið. Bill hófst strax handa við að umbylta öllu innan vallar sem utan hjá Liverpool. Liðið var í annarri deild og hafði verið frá 1954. Þegar skoski meistarinn sagði óvænt af sér í júlí 1974 leit afrekaskrá hans svona út.

 
1961-62 - Sigurvegari í 2. deild.
1963-64 - Englandsmeistari og deildi Skildinum.


 
1964-65 - F.A. bikarmeistari og deildi Skildinum.
1965-66 - Englandsmeistari og Skjaldarhafi.



1972-73 - Englandsmeistari og sigurvegari í Evrópukeppni félagsliða.



1973-74 - F.A. bikarmeistari. 

En það voru ekki bara titlarnir sem komu Bill Shankly í guða tölu hjá stuðningsmönnum Liverpool. Bill reif Liverpool F.C. upp úr doða og kom því í hóp bestu liða í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hann talaði til stuðningsmannanna eins og þeir væru hluti af liðinu hans. Þannig virkjaði Bill þá á einstakan hátt og þeir létu ekki sitt eftir liggja. Allir lögðust á eitt innan vallar sem utan og árangurinn, á valdatíð hans, var magnaður. 


Flestir þeir sem hafa skoðað sögu Liverpool telja að Liverpool F.C. væri ekki það stórveldi sem það er í dag ef krafta Bill Shankly hefði ekki notið. Hann lagði grunninn og aðrir sporgöngumenn hans byggðu síðar ofan á grunninn. Liverpool er í dag, og hefur lengi verið, meðal stórvelda í heimsknattspyrnunni. Margir hafa lagt hönd á plóginn en hlutur Bill Shankly er og verður drýgstur.

Hér að neðan má kynna sér eitt og annað um goðsögnina Bill Shakly.

Umfjöllun Liverpool.is.

Shankly.com.

Myndasafn af Liverpoolfc.com.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan