| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Síðusta landsleikjahrina ársins er að baki. Forkeppni Evrópumóts landsliða er nú svo til lokið. Aðeins er ólokið að spila um laus sæti í úrslitakeppninni en það verður gert á nýju ári. 


Georginio Wijnaldum fór á kostum í gærkvöldi þegar Holledingar unnu Eistland 5:0. Hann skoraði þrennu og átti frábæran leik. Georginio var fyrirliði í stað Virgil van Dijk sem fékk leyfi frá þessum leik vegna persónulegra aðstæðna. Virgil lék fyrri leik Hollendinga en þá var Georginio á bekknum. Hollendingar gerðu þá jafntefli án marka við Norður Íra. Hollenska liðið er komið í úrslitakeppnina.  

Georginio er búinn að vera frábær með hollenska landsliðinu síðustu mánuði. Í síðustu sjö landsleikjum hefur hann skorað átta mörk og átt þrjár stoðsendingar. 

Divock Origi kom inn á sem varamaður þegar Belgar unnu Kýpur 6:1 í gærkvöldi. Simon Mignolet fékk tækifæri í markinu. Belgar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni. Divock kom ekki við sögu þegar Belgar unnu Rússa 1:4 í fyrri landsleiknum. 


Wales tryggði sér áframhald í úrslitakeppnina í gærkvöldi með 2:0 sigri á Ungverjum. Harry Wilson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði í fyrri leik Wales sem unnu Aserbaijan 0:2. Harry er nú lánsmaður hjá Bournemouth og hefur staðið sig vel. Hann er búinn að skora fjögur mörk í 13 leikjum. 

Englendingar komust í úrslitakeppnina. Þeir luku riðlakeppninni með því að vinna Kósóvó 0:4. Alex Oxlade-Chamberlain og Trent Alexander-Arnold voru í byrjunarliði Englands. Alex lagði upp eitt mark í leiknum. 

Sadio Mané lék með Senegal á móti Esvatíní í forkeppni Afríkukeppninnar. Senegal vann 4:1.

Naby Keita var í liði Gíneu sem vann 2:0 sigur á Namibíu. 

Ki-Jana Hoever spilaði með Hollandi í bronsleiknum í HM undir 17 ára. Hollandi tapaði 3:1 fyrir Frökkum. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan