| Sf. Gutt

Jürgen Klopp framkvæmdastjóri mánaðarins


Í dag var tilkynnt að Jürgen Klopp hefði verið kjörinn framkvæmdastjóri mánaðarins fyrir ágúst. Liverpool vann alla fjóra deildarleiki sína í mánuðinum og endaði mánuðinn með fullt hús stiga og á toppi deildarinnar.

Viðurkenningin er fyrir árangur í Úrvalsdeildinni. En fyrir utan deildarleikina fjóra lék Liverpool um Samfélagsskjöldinn, þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Manchester City, og Stórbikar Evrópu sem Liverpool vann eftir sigur á Chelsea eftir vítaspyrnukeppni. 


September 2016.


Desember 2018.

Þetta er í fjórða sinn sem Jürgen Klopp er kosinn Framkvæmdastjóri mánaðarins. Fyrst var hann kosinn fyrir september 2016, þá desember í fyrra, svo í mars 2019 og loks nú fyrir ágúst 2019.

,,Ég sagði strákunum og þjálfurunum áðan að við hefðum aftur unnið verðlaunin fyrir Framkvæmdastjóra mánaðarins. Það var virkilega gaman. Þetta sýnir augljóslega að síðasti mánuður var góður. Strákarnir unnu fjóra leiki í deildinni auk Stórbikarsins. Við töpuðum leiknum um Samfélagsskjöldinn en það var líka góður leikur. Þetta er sönnun þess að byrjunin hingað til hefur verið góð!"


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan