| Sf. Gutt

Paul Glatzel fær nýjan samning


Tilkynnt var í gær að Paul Glatzel hefði fengið nýjan samning við Liverpool. Ungliðinn er að jafna sig eftir slæm hnjámeiðsli sem hann varð fyrir í fyrsta æfingaleiknum í sumar þegar Liverpool vann Tranmere Rovers 0:6.

Paul sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þessa traustsyfirlýsingu sem honum finnst þessi nýji samningur vera. Hann segir félagið sýna sér mikið traust með samningnum nú þegar hann er að berjast við að ná sér eftir meiðslin sem komu á versta tíma. 


Ljóst er að forráðamenn Liverpool hafa mikið álit á Paul sem stóð sig frábærlega á síðasta keppnistímabili og var fyrirliði sigurliðsins í Unglingabikarkeppninni. Paul skoraði 28 mörk á síðustu leiktíð. Foreldrar Paul eru frá Þýskalandi en hann er fæddur í Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan