| Sf. Gutt

Þrír ungliðir lánaðir

Það styttist í að lokað verði fyrir félagaskipti á Englandi. Liverpool hefur tilkynnt um lán á þremur ungliðum síðustu tvo dagana.


Liam Millar hefur verið lánaður til Kilmarnock, sem leikur í efstu deild, í Skotlandi. Kanadíski strákurinn lék með liðinu sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. Liam er búinn að vera hjá Liverpool í þrjú ár. Hann hefur leikið nokkra landsleiki með landsliði Kanada nú síðast í Mið Ameríkukeppninni í sumar. 


Taiwo Awoniyi spilar með Mainz í Þýskalandi á komandi leiktíð. Mainz er í efstu deild. Eins og allir vita hóf Jürgen klopp framkvæmdastjóraferil sinn hjá Mainz. Hann hefur áður verið í láni hjá FSV Frankfurt, NEC Nijmegen, Royal Excel Mouscron og KAA Gent.

Taiwo er ekki eini ungliðinn sem hefur verið lánaður án þess að spila með Liverpool. Anderson Arroyo Córdoba, sem er frá Kólumbíu, er núna hjá Gent og var þar um tíma með Taiwo. Liverpool fékk Anderson í febrúar í fyrra. Hann var fyrst í láni hjá Real Mallorca. 

Í dag var tilkynnt um lán á Nathaniel Phillips. Hann spilar með Stuttgart næstu leiktíð. Stuttgart er í næst efstu deild í Þýskalandi. Áður en Nathaniel, sem er varnarmaður, fór skrifaði hann undir nýjan langtímasamning við Liverpool. Hann spilaði nokkra af æfingaleikjum Liverpool núna fyrir leiktíðina og þótti standa sig vel.

Áður var tilkynnt um lán á Rhys Williams til Kidderminster Harriers. Rhys var í liði Liverpool sem vann Unglingabikarinn í vor. 

Ungliðinn George Johnston var í dag seldur til hollenska liðsins Feyenoord. Samkvæmt frétt Liverpool Echo fær Liverpool 300.000 sterlingspund fyrir George sem var fyrirliði undir 23. ára liðs Liverpool á síðasta keppnistímabili. Varnarmaðurinn hefur leikið tvo landsleiki með undir 21. árs landsliði Skotlands.





 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan