| Sf. Gutt

Niðurtalning. 2. kapítuli


Áfram heldur niðurtalningin og nú verða nokkur afrek og met Liverpool í leikjunum um Skjöldinn rakin. Af ýmsu er að taka.

+ Liverpool hefur 21 sinni leikið um Góðgerðarskjöldinn og verður þetta 22 leikur liðsins um Skjöldinn.

+ Liverpool hefur unnið Skjöldinn tíu sinnum og fimm sinnum deilt honum eftir jafntefli. Félagið hefur því 15 sinnum unnið sér yfirráðarétt yfir gripnum góða. Það var árin: 1964, 1965, 1966, 1974, 1976, 1977, 1979, 1980, 1982, 1986, 1988, 1989, 1990, 2001 og 2006.

+ Sex sinnum hefur tap orðið hlutskipti Liverpool. Það var árin: 1922, 1971, 1983, 1984, 1992 og 2002.

+ Manchester United hefur oftast unnið yfirráðaréttinn yfir Skildinum eða 21 sinni. Liverpool og Arsenal koma næst með 15 skipti.  

+ Manchester City er að leika sinn 12 leik um Skjöldinn. Fimm sinnum hefur liðið unnið sér yfirráðarétt yfir gripnum en sex sinnum hefur það tapað.

+ Manchester City hefur varðveitt Skjöldinn síðasta árið. Liðið lagði Chelsea að velli 2:0 fyrir ári.+ Liverpool fékk þátttökurétt í leiknum um Samfélagsskjöldinn eftir að hafa endað í öðru sæti í deildinni. Manchester City er Englandsmeistari auk þess að hafa unnið báðar bikarkeppnirnar á Englandi á síðasta keppnistímabili. 

+ Liverpool og Manchester City hafa aldrei áður leikið saman um Skjöldinn.


+ Liverpool og Manchester City hafa einu sinni áður leikið til úrslita á keppni. Það var þegar liðin léku til úrslita um Deildarbikarinn 2016 á Wembley. Staðan var jöfn 1:1 eftir framlengingu en City hafði betur 3:1 í vítaspyrnukeppni.

+ Frá 1976 til 1992 lék Liverpool 12 sinnum um Góðgerðarskjöldinn. Aðeins þrjú ár af þessum 16 vann liðið sér ekki þátttökurétt. Níu sinnum náði Liverpool yfirráðarétti yfir Skildinum í þessum 12 leikjum.  


+ Bruce Grobbelaar hefur leikið flesta leiki um Góðgerðarskjöldinn af leikmönnum Liverpool eða átta talsins. 

+ Þeir Ian Rush og Terry McDermott hafa skorað flest mörk Liverpool í leikjum um Góðgerðarskjöldinn þrjú talsins.


+ Liverpool vann Skjöldinn síðast 2006 eftir 2:1 sigur á Chelsea. John Arne Riise kom Liverpool yfir en Andriy Shevchenko jafnaði. Peter Crouch tryggði Liverpool Skjöldinn með sigurmarki leiksins.

+ Liverpool leikur í rauðu búningunum sínum á sunnudaginn og Manchester City verður í sínum bláu.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan