| Sf. Gutt

Liverpool tekur þátt í sjö keppnum!


Evrópumeistarar Liverpool eiga annasamt keppnistímabil fyrir höndum. Liðið tekur þátt í hvorki fleiri né færri en sjö keppnum!

Keppnistímabilið hefst á Wembley á sunnudaginn þegar Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Einn leikur.

 

Eftir viku hefst svo keppni í Úrvalsdeildinni. Liverpool mætir Norwich City í fyrstu umferð komandi föstudagskvöld á Anfield Road. Leiknir eru 38 leikir.  

Miðvikudaginn 14 ágúst fer leikurinn um Stórbikar Evrópu fram í Istanbúl í Tyrklandi. Þar keppir Liverpool sem Evrópumeistari við Chelsea sem vann Evrópudeildina. Einn leikur. 

Vörn Liverpool á Evrópubikarnum byrjar í september og vonandi gengur hún sem allra best. Fari Liverpool í úrslit spilar liðið 13 leiki. 

Liverpool tekur að sjálfsögðu þátt í báðum ensku bikarkeppnunum. Deildarbikararinn byrjar í haust og FA bikarinn í janúar.  Fari Liverpool í úrslit í hvorrki keppni fyrir sig leikur liðið sex leiki. 

Í desember tekur Liverpool þátt í Heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar. Liverpool hefur ekki unnið þessa keppni og það yrði óskandi að það myndi takast. Tveir leikir.   

Talnaglöggir hafa reiknað út að Liverpool geti mest leikið 67 leiki í þessum sjö keppnum og það á 300 dögum. Þó svo að álagið verði mikið þá óska stuðningsmenn Liverpool auðvitað þess að liðið komist sem allra lengst í öllum þessum keppnum og vinni einhverjar. Áður en þetta ár er liðið er möguleiki á að vinna þrjá titla og vonandi tekst það!!!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan