| Sf. Gutt

Góður sigur í síðasta æfingaleiknum



Liverpool spilaði sinn besta leik á undirbúningstímabilinu og vann góðan 3:1 sigur á Lyon í Genf. Eftir heldur slaka leiki í Ameríku og Skotlandi spilaði liðið mun betur og er það góðs viti. 

Alisson Becker, Mohamed Salah og Roberto Firmino komu til leiks eftir sumarfrí auk þess sem Naby Keita og Xherdan Shaqiri gátu leikið eftir meiðsli í sumar. Leikurinn gat ekki byrjað verr því Lyon skoraði eftir fjórar mínútur. Alisson missti boltann eftir sendingu inn í vítateiginn. Hann var svo dæmdur brotlegur þegar leikmaður Lyon náði boltanum. Memphis Depay skoraði úr vítinu.

En leikmenn Liverpool bættu smá saman í og Roberto Firmino skoraði rétt utan markteigs á 17. mínútu. Fjórum mínútum seinna komst Liverpool yfir.  Ki-Jana Hoever gaf góða sendingu fyrir frá hægri. Joachim Anderson reyndi að hreinsa en það tókst ekki betur til en svo að hann sparkaði boltanum viðstöðulaust í eigið mark. Harry Wilson kom Liverpool í 3:1 á 53. mínútu. Bobby Duncan gaf á Veislverjann sem þrumaði boltanum í markið vel utan vítateigs. Glæsilegt mark! Góður sigur og allir spiluðu vel.  

Liverpool: Alisson, Hoever, Gomez, Lovren, Larouci, Keita, Shaqiri, Lallana, Wilson, Salah og Firmino. Varamenn: Mignolet, Lonergan, Fabinho, Van Dijk, Wijnaldum, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Brewster, Robertson, Origi, Matip, Lewis, Duncan, Alexander-Arnold, Elliott og Van den Berg.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan