| Sf. Gutt

Af Suður Ameríkukeppninni


Suður Ameríkukeppninni, sem fór fram í Brasilíu, lauk í kvöld. Tveir leikmenn Liverpool fengu gull og áttu þeir báðir stórgott mót. 


Alisson Becker stóð í marki Brasilíu í úrslitaleiknum eins og í öllum leikjum keppninnar  og Roberto Firmino var í sókninni. Hann var eins og Alisson í byrjunarliðinu í öllum leikjunum. Brasilía mætti Perú í úrslitaleik og vann 3:1 á Maracanã leikvanginum. Everton, Gabriel Jesus og Richarlison, sem skoraði úr víti, sáu um mörkin. Guerrero jafnaði 1:1 úr víti. Þetta var níundi sigur Brasilíu í Suður Ameríkukeppninni og sá fyrsti frá 2007.

Brasilíumenn unnu fyrst Bólivíu 3:0 í riðlakeppninni. Philippe Coutinho, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Næst gerði Brasilía markalaust jafntefli við Venesúela. Roberto skoraði eitt mark í síðsta leik riðlakeppninnar þegar Brasilía vann Perú 5:0. 

Í átta liða úrslitum mætti Brasilía Paragvæ og var markalaust eftir framlengdan leik. Brasilía vann 4:3 í vítaspyrnukeppni og varði Alisson eina vítaspyrnu. Roberto mistókst að skora úr sinni spyrnu en það kom ekki að sök. Í undanúrslitum mættust Brasilía og Argentína í mikilli rimmu. Brasilíumenn höfðu betur 2:0. Roberto skoraði seinna markið. 

Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk fyrir Úrúgvæ í riðlakeppninni. Í átta liða úrslitum misnotaði hann víti í vítaspyrnukeppni á móti Perú og Úrúgvæ féll úr leik. Sebastian Coates, sem lék með Liverpool, var í liðshópi Úrúgvæ.

 



Þess má geta að Liverpol átti fulltrúa í Mið Ameríkukeppninni sem lauk líka í dag. Ungliðinn Liam Millar kom við sögu í tveimur af þremur leikjum Kanada í riðlakeppninni. Kanada féll úr leik í átta liða úrslitum eftir 3:2 tap fyrir Haíti. Vel gert hjá Liam, sem verður tvítugur á árinu, að komast í aðllið Kanada. Mexíkó vann keppnina eftir 1:0 sigur á Bandaríkjunum í úrslitaleik. Þetta var áttundi sigur Mexíkó í keppninni. 



 


 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan