| Grétar Magnússon

Aftur til æfinga

Undirbúningstímabilið hjá Evrópumeisturunum byrjaði í dag þegar hluti leikmannahópsins sneri aftur til æfinga ásamt þjálfarateyminu.


16 leikmenn hófu æfingar í dag en þeir eru: Anderson Arroyo, Rhian Brewster, Nathaniel Clyne, Fabinho, Joe Gomez, Ryan Kent, Ki-Jana Hoever, Curtis Jones, Adam Lallana, Joel Matip, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Nathaniel Phillips, Sepp Van den Berg, Harry Wilson og Ben Woodburn.

Að sjálfsögðu var Jürgen Klopp í góðu skapi þegar hann mætti á svæðið. Þá bárust fréttir af því í dag að Xerdan Shaqiri, sem snýr aftur til æfinga síðar í mánuðinum, verður skoðaður nánar vegna meiðsla sem hann hlaut í byrjun júní í Þjóðadeildinni. Svipaða sögu er að segja af Naby Keita sem þurfti að draga sig út úr landsliðshópi Gíneu í Afríkukeppninni og fá nánari skoðun meiðsla sinna á Melwood. Búist er fastlega við því að hann geti snúið beint til æfinga þegar sumarfríi hans er lokið.

Restin af leikmannahópi félagsins snýr svo aftur til æfinga á mismunandi tímum eftir því sem líður á júlímánuð.

Fyrsti æfingaleikurinn verður þann 11. júlí gegn Tranmere Rovers.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan